Um okkur

Stefna FitFood

Stefna FitFood er að vera í fremstu víglínu, og keppast við að bjóða þér eingöngu þær vörur sem styðjast við rannsóknir og hafa sýnt fram á raunverulegan árangur. Vörurnar eiga að hjálpa þér að efla heilsuna þegar þær eru notaðar samhliða hollu mataræði og markvissri hreyfingu. Allur árangur er einstaklingsbundinn og því kappkostar FitFood við að veita þér rétta leiðsögn með val á þeim vörum sem fyrirtækið býður upp á.  FitFood getur bætt lífsgæði þín verulega með faglegri leiðsögn.

20 ára reynsla í sölu heilsueflandi vara

FitFood býður mikið úrval heilsueflandi vara sem eru af bestu mögulegu gæðum. Það er trú okkar að allir þeir sem tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur hafi mikinn ávinning af neyslu þeirra vara sem FitFood selur. Allir eiga sér ósk um heilbrigði í fallegum og hraustum líkama. Margir villast af braut í heilsuátaki sýnu enda misvítandi upplýsingar í gangi og margvíslegar vörur í boði sem eru mismunandi af gæðum. Hjá FitFood er fólk í öruggum höndum enda býr FitFood yfir 20 ára reynslu í að aðstoða fólk til betra og heilsusamlegra lífs.

Bestu kjörin í gegnum okkar birgja

Til að gera öllum kleift að njóta kosti þeirra hágæða vara sem fyrirtækið býður þá er stefnan ljós: að vera með bestu kjör hjá þeim birgjum sem fyrirtækið verslar við, að versla milliliðalaust, að halda rekstrarkosnaði í lágmarki til að komast af með sem lægstu framlegð. Með því er hægt að bjóða viðskiptavinum FitFood bestu verð á markaðinum.

Það er hagur FitFood að fara vel með budduna þína!

Um fyrirtækið

  • Bætiefnabúllan / FitFood ehf
  • Suðurhraun 1
  • 210 Garðabæ
  • Sími: 588-5700
  • E-mail: sala@baetiefnabullan.is
  • Kennitala: 641108-0140
  • Vsk. númer: 100587

Opnunartími verslunar

  • Mán-fös: 11:00 – 17:00
  • Laugardaga: 11:00 – 14:00