PROTEIN WAFER
PRÓTEINRÍKT KEX MEÐ SÚKKULAÐIHJÚP OG LJÚFFENGRI FYLLINGU.
Ríkt af próteini (42%*)
Enginn viðbættur sykur**
Ríkt af trefjum
Engin rotvarnarefni
*43% prótein með vanillubragði og 42% með kaffibragði.
**Inniheldur einungis náttúrulegan sykur
Klassískt snarl í hollri útgáfu.
Kex er það gott snarl að fæstir vilja algjörlega hætta að borða það. Góðu fréttirnar eru að nú geturðu fengið þér ljúffengt kex án þess að fá samviskubit. Protein Wafer er kex sem hefur mörg ljúffeng lög og á milli þeirra er gómsæt fylling. Protein Wafer inniheldur mjólkur-, bauna- og vatnsrofið prótein og er því frábær leið til að bæta próteini í mataræðið. Njóttu augnabliksins og fáðu þér ljúffengt og hollt kex!
Hver pakkning inniheldur (35g – 2 kex):
166 kcal
15g prótein
0.4g sykur (kaffibragð) / 0.7g sykur (vanillubragð)
Hvernig, hvenær og fyrir hverja
Hentug leið til að bæta próteini í mataræðið hvenær sem er.
Ef þú vilt bragðgott snarl.
Ef þú vilt forðast viðbættan sykur.
Prótein sem næringarefni
Prótein er orkugjafi sem er uppbyggður úr amínósýrum. Það er nauðsynlegt til að byggja upp vefi líkamans og við þurfum að fá það úr mataræðinu, helst mjög reglulega. Við þurfum prótein til að viðhalda vöðvavef og til að byggja hann upp sterkari þegar hann aðlagast æfingum og hversdagslegum hreyfingum. Þeir sem æfa mikið þurfa enn meira prótein til að geta byggt upp meiri vöðvamassa. Eldra fólk þarf einnig meira prótein.
Líkt og með allar vörur frá BioTechUSA, þá eru innihaldsefnin í Protein Wafer örugg og vandlega valin.