PROTEIN ICE CREAM

kr. 2.790

10 Skammtar

Hreinsa
Vörunúmer: BIO-ICE00 Flokkar: , ,

PRÓTEIN ÍS
BRAGÐBÆTT ÍSDUFT MEÐ MYSUPRÓTEINI

Hátt próteininnihald (52%)
Án pálmaolíu
Án allra rotvarnarefna

Það vilja allir fá að njóta augnabliksins öðru hvoru og fá sér ljúffengan ís. Það þarf hins vegar að fórna ýmsu til að viðhalda flottum línum. Góðu fréttirnar eru að nú getur þú verið í góðu formi og borðað ís – þú þarft bara að vita hvaða ís þú mátt borða. Við kynnum ísduftið frá BioTechUSA. Ef að ís hefur verið þinn veikleiki hingað til, þá muntu elska Próteinísinn. Varan byggist upp af hágæða mysupróteini og því getur þú notið íssins hvenær sem er – án þess að fá samviskubit. Ísinn er frábær leið til að auka próteinneyslu og getur líka nýst sem máltíð eftir æfingar.

Þú þarft enga ísvél! Það eina sem þú þarft er hristibrúsa til að blanda ísduftinu við vatn. Blönduna setur þú svo í frysti í 2 – 3 klukkustundir og þá geturðu notið þess að borða mjúkan ljúffengan próteinís.

Ábending: Þú getur leikið þér með uppskriftina með því að bæta við ferskum ávöxtum.

Innihald í 1 skammti (50g):
229kcal
26g prótein

Hvernig, hvenær og fyrir hverja:
Hvenær sem er til að auka próteinneyslu.
Gómsætt snarl fyrir alla þá sem huga að heilsunni.

Prótein sem næringarefni
Prótein er orkugjafi sem er uppbyggður úr amínósýrum. Það er nauðsynlegt til að byggja upp vefi líkamans og við þurfum að fá það úr mataræðinu, helst mjög reglulega. Við þurfum prótein til að viðhalda vöðvavef og til að byggja hann upp sterkari þegar hann aðlagast æfingum og hversdagslegum hreyfingum. Þeir sem æfa mikið þurfa enn meira prótein til að geta byggt upp meiri vöðvamassa. Eldra fólk þarf einnig meira prótein.

Líkt og með allar vörur frá BioTechUSA, þá eru innihaldsefnin í Próteinísnum örugg og vandlega valin.

Næringarupplýsingar

Nutrition – Chocolate  100 gr     25 gr (serving)
Energy 1926 KJ / 458 Kcal 963 KJ / 229 Kcal

Total Fat

-Of Which Saturates

17 g

13 g

8.5 g

6.5 g

Carbohydrate

-Of Which Sugar

24 g

13 g

12 g

6.5 g

Protein 52 g 26 g
Salt 0.64 g 0.32 g

chocolate: whey protein concentrate,creamer [partly hydrogenated coconut fat, skimmed milk powder, emulsifiers (E471, E472a), glucose syrup, sucrose, milkprotein, stabiliser (potassium phosphates), anti-caking agent (calcium phosphates)], whole milk powder, fat-reducedcocoa powder, flavourings, thickener (xanthan gum), salt, sweetener (sucralose).

strawberry: whey protein concentrate, creamer [partly hydrogenatedcoconut fat, skimmed milk powder, emulsifiers (E471, E472a), glucose syrup, sucrose, milk protein, stabiliser (potassiumphosphates), anti-caking agent (calcium phosphates)], whole milk powder, flavourings, thickener (xanthan gum), acid (citric acid),salt, sweetener (sucralose), colour (Allura Red AC)1. 1Allura Red AC: may have an adverse effect on activity and attention in children.

Made in a plant that manufactures milk,egg, gluten, soy, crustaceans, sulphur dioxide and nuts containing food.

vörumerki

BioTechUSA

Leiðbeiningar: Blandaðu einum skammti (50g = 5 matskeiðar) við 100ml af vatni í hristibrúsa og geymdu í frysti í 2 til 3 klukkustundir. Geymdu blönduna í frysti og borðaðu innan sólahrings.

Njóttu bragðsins og augnabliksins!

Geymist á köldum þurrum stað.

Notkun

Þyngd 500 g
Bragðtegund

Chocolate, Strawberry