L-CARNITINE LS3+ENERGY 473ml

kr. 3.490

32 skammtar

Peach Mango

Vörunúmer: ISA-CAE01 Flokkar: , , Merkimiðar: , ,

Lýsing

LIQUID L-CARNITINE LS3™+ENERGY

FLJÓTANDI L-KARNITÍN SEM VIRKJAR FITUBURENNSLU OG EFNASKIPTI

Aðstoðar við að breyta fitu í orku
Hjálpar við að mynda orku
Stuðlar að eðlilegum efnaskiptum
0 hitaeiningar, 0 sykur, 0 glúten
Með viðbættum orkuefnum: B vítamín, grænt te, grænt kaffi og koffín (samtals 50mg af koffíni)
Þægilegur mælitappi fylgir

Þrjár hágæða tegundir af L-Karnitín í ótrúlega bragðgóðum, sykursnauðum drykk til að örva fitubrennslu.

EFNASKIPTI
L-Karnitín hefur verið notað í fæðubótarefni og fitubrennsluvörur í mörg ár. Það getur hjálpað við fitubrennslu, við myndun á orku, við efnaskipti og myndun á insúlíni. L-Karnitín er því ekki bara frábær fæðubót fyrir þá sem vilja aðstoð við fitubrennslu, heldur handa öllum þeim sem vilja auka frammistöðu á æfingum.

ORKA
L-Karnitín þjónar því hlutverki að aðstoða fitusýrum að fara í gegnum frumuhimnuna í hvatberann þar sem orka er búin til. Því betra sem þetta ferli er, því auðveldara á líkaminn með að búa til náttúrulega orku.

ÚTHALD
Vegna þess að L-Karnitín stuðlar að orkumyndun úr fitusýrum, að þá getur úthald aukist og endurbati eftir æfingar orðið fljótari.

Hvað er LIQUID-L-CARNITINE LS3+ENERGY?
LIQUID-L-CARNITINE LS3+ENERGY er nýjasta framþróunin í L-Karnitín vörum; blanda af L-Karnitín, Acetyl-L-Karnitín og L-Karnitín L-Tartrate. Isatori hefur búið til vökva sem er frábær á bragðið, hjálpar við efnaskipti og fitubrennslu og inniheldur 0 hitaeiningar, 0 sykur og 0 glúten.

Hvað má ég búast við að léttast mikið?
Allir einstaklingar eru ólíkir og því munu áhrif vera mismunandi. L-Karnitín aðstoðar frumur við að nota fitu sem orku og hjálpar þannig líkamanum að brenna fitu. Þau áhrif nýtast enn betur séu þau sameinuð með góðu mataræði og reglulegum æfingum.

Hvernig er LIQUID-L-CARNITINE LS3+ENERGY ólíkt öðrum Karnitín blöndum?
LIQUID-L-CARNITINE LS3+ENERGY er einstakt af tvennu leiti. Í fyrsta lagi er bragðið frábært! Þér á eftir að langa að drekka drykkinn allan daginn (og það er hægt með því að nota hann sem bragðefni í vatn í brúsa). Í öðru lagi er LIQUID-L-CARNITINE LS3+ENERGY einstök blanda sem heitir CarniTone, sem inniheldur þrjár áhrifaríkustu og mest rannsökuðu tegundir af Karnitín: L-Karnitín (sem er oftast notað), Acetyl-L-Karnitín (nothæfasta formið) og L-Karnitine L-Tartrate (mest rannsakað fyrir endurbata eftir æfingar). Flestar blöndur innihalda bara eina tegund, en LIQUID-L-CARNITINE LS3+ENERGY inniheldur einstaka blöndu af þremur tegundum til að hámarka áhrif.

Hvernig virkar LIQUID-L-CARNITINE LS3+ENERGY? 
Í einföldu máli, þá aðstoðar Karnitín við flutning á fitusýrum til hvatbera frumna þar sem fram fara efnaskipti til að mynda orku. Karnitín aðstoðar því líkamann að búa til orku úr fitu.

Hvað er Karnitín?
Vegna þess hversu vel rannsakað Karnitín er, þá hefur það verið vinsælt innihaldsefni í fæðubótarefnum í fjölda ára. Það getur hjálpað við fitubrennslu, við myndun á orku, við efnaskipti og myndun á insúlíni. L-Karnitín er því ekki bara frábær fæðubót fyrir þá sem vilja aðstoð við fitubrennslu, heldur handa öllum þeim sem vilja auka frammistöðu á æfingum. Karnitín er myndað í lifrinni og nýrum úr amínósýrunum lýsín og metíónín og er svo geymt í vöðvavef. L formið af „L“-Karnitín er virka formið sem mannslíkaminn notar. Í hverjum skammti af LIQUID L-CARNITINE LS3+ENERGY eru 1500mg af L-Karnitín í þremur tegundum.

Næringarupplýsingar


Nutrition Per Serving (1 Tablespoon)
Vitamin B6 2.5 mg
Vitamin B12 3 mcg
CarniTone Advanced L-Carnitine Complex

  • L-Carnitine (1000 mg)
  • Acetyl-L-Carnitine (250 mg)
  • L-Carnitine L-Tartrate (250 mg)

1500 mg

CarnEnergy Advanced Energy Matrix 125 mg

Notkun

Hvernig nota ég LIQUID L-CARNITINE LS3+ENERGY?
Sem fæðubót er ráðlagt að fullorðnir taki 1 skammt (1 msk) af L-Carnitine LS3+ENERGY tvisvar á dag. L-Carnitine LS3+ENERGY er hægt að nota eitt og sér eða ásamt öðrum vörum. Hristu vel fyrir notkun. Geymist í kæli eftir að er opnað.

Þyngd 473 g