ENERGIZE EXTRA STRENGTH – 60stk

kr. 3.970

30 skammtar

Energize bætt með zümXR fyrir aukna orku og einbeitingu

Taflan sem eykur orku og brennir hitaeiningum allan liðlangan daginn

  • Einn skammtur (2 töflur) endist allan daginn
  • Tímastillt flutningskerfi tryggir ekkert orkufall og engan skjálfta
  • Gerir þig frískan, einbeittan og fyllir þig af orku
  • Vísindalega prófað fyrir skaðleysi og veldur ekki streitu eða taugaspennu

Þarftu meiri orku?
Lífið getur verið erfitt. Við þekkjum það öll – yfirkeyrð af vinnu, stressuð, líkamlega og andlega útbrunnin. Allan liðlangan daginn líður okkur eins og við séum útkeyrð, of þreytt til að æfa, drögumst í gegnum daginn og stöðugt þreytt, jafnvel eftir að við erum nývöknuð. Við leggjum of mikið á okkur. Það er bara staðreynd lífsins, og við þurfum að lifa með því, er það ekki?

Rangt!
Að vera andlega og líkamlega lúin eru náttúruleg viðbrögð líkamans við líkamlegu álagi, stressi eða of litlum svefni. Venjulega grípum við til skammtímaráðs með því að drekka kaffi, sykraða orkudrykki eða leiðumst til þess að nota vörur eins og efedrín. Vandamálið er að þessir orkugjafar stuðla aðeins að skammri orku sem endist í besta falli í nokkrar klukkustundir. Það sem verra er, að þeim stutta tíma liðnum, þá kemur orkufallið sem gerir það að verkum að þú verður enn orkuminni en áður en þú fékkst þér orkuna. Energize var þróað til að færa þér örugglega orkuna sem þú þarfnast til að halda eðlilegu/háu orkustigi í lengri tíma. Það er staðreynd að fyrir flesta, þá dugar einn skammtur af Energize á morgnana til þess að halda orkunni allan liðlangan daginn.

Energize innihald:

Tyrosine er forveri nokkurra mikilvægra boðefna. Það virðist hafa örvandi áhrif á heilann og hefur sýnt fram á að hjálpa fólki að afkasta betur andlega, bæta einbeitingu og meðvitund ásamt því að bæla niður stress og þreytu.

Octacosanol er aðal innihaldsefni náttúrulegs efnis sem heitir policosanol. Í rannsóknum hefur octacosanol sýnt fram á að hafa jákvæð áhrif á úthald, viðbragðstíma, og aðra þætti sem mæla úthald æfinga. Í annarri rannsókn, reyndist octacosanol bæta gripstyrk og viðbragðstíma.

Glucuronolactone er náttúrulegt efnasamband, kolvetni sem er framleitt af efnaskiptum mannverunnar. Það myndast þegar glúkósi er brotinn niður og það er talið hjálplegt í að losa líkamann við skaðleg efni og útvega samstundis orku.

Theobromine er að finna í kakó. Það gefur mild örvandi áhrif og hefur ekki áhrif á miðtaugakerfið. Nýlegir vitnisburðir gefa til kynna að theobromine slaki á vöðvum í lungum og auki serotonin fyrir betri líðan.

Náttúrulegt koffín, í sýnu hreinasta formi, hefur verið notað í áratugi vegna sinna náttúrulegu örvandi áhrifa. Fyrir snögga orku, til að berjast gegn slappleika, og til að minnka vöðvaþreytu. Koffín á það  líka til að nota fitu sem orku, sem er ákjósanlegt fyrir þá sem æfa og vilja minnka líkamsfitu.

Rhodiola (arctic rót). Fjölmargar vísindarannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi rhodiola til að bæta vandamál eins og síþreytu, þreytu vegna æfinga, máttleysi, lítinn svefn, óreglulega matarlyst og höfuðverk.

Panax Ginseng er þekkt um allan heim fyrir það hvernig það getur bætt ónæmi, skerpt minni og dregur sannarlega úr stressi. Ginseng er talið gott verkfæri þar sem það ferðast hvert þangað sem líkaminn þarfnast þess.

Samverkandi vítamín og steinefni. Nauðsynleg vítamín B1, B6, B12, fólinsýra og önnur nauðsynleg steinefni, eins og magnesíum eru líkamanum gríðarlega mikilvæg. Þau gegna margvíslegum hlutverkum, m.a. að viðhalda taugakerfinu, myndum rauðra blóðkorna, efnaskipti orku og eðilega starfsemi heilans.

Hvað er í Energize?
Energize er samsett með mikilvægum vítamínum og steinefnum ásamt einkaleyfisbundinni blöndu af L-tyrosine (amínósýra), glucoranolactone (einföld sykra), koffín (hrað og hæglosandi), theobromine (úr kókó tré), rhodiola, panax ginseng, og octacosanol. Í samvinnu stuðla þessi úrvals innihaldsefni að öruggri, langtíma orku.

Hvernig nota ég Energize fyrir mestan árangur?
Þegar þú finnur fyrir þreytu, skyndilegu orkuleysi eða vilt auka einbeitingu, þá skaltu taka einn skammt (2 töflur) af Energize. Þú getur tekið Energize með eða án matar. Mikilvægt er að þú látir líða a.m.k. fjórar til fimm klst. áður en þú færð þér annan skammt og það er ráðlagt að taka ekki meira en tvo skammta yfir átta klst. tímabil. Fyrir þá sem vilja nota Energize til að fá aukna orku/einbeitingu á æfingu, eða til að auka árangur eða líkamlega getu, þá er ráðlagt að taka einn skammt af Energize hálftíma fyrir æfingu eða keppni. Til að framlengja virkninni getur þú fengið þér annan skammt fjórum til fimm klst. síðar.

Hversu oft á ég að nota Energize?
Energize útvegar örugga og árangursríka formúlu sem auðvelt er að nota daglega samhliða hollu mataræði. Hvenær sem þú verður örmagna eða þreytt/ur þá getur einn skammtur af Energize fært þér orkuna sem þú þarfnast til að komast í gegnum daginn.

Hvað gerir Energize frábrugðið orkudrykkjum eða kaffi?

Flestir orkudrykkir og aðrir drykkir með viðbættu koffíni útvega aðeins orku til skamms tíma. Yfirleitt verður fólk uppstökkt,  taugaspennt og jafnvel óglatt. Síðan, klukkustund síðar, fellur orkan skyndilega – gerir þig enn þreyttari en áður en þú fékkst þér drykkinn. Einstöku innihaldsefnin í Energize eru af mestu gæðum og vinna með náttúrulegri getu líkamans til að styðja við örugga og langvarandi orku. Margir viðskiptavinir Energize hafa tilkynnt að einn skammtur af Energize á morgnana gefur orku sem endist allan daginn.

Hvaða fæðubótarefni get ég notað með Energize?
Ef þig skortir orku, þá væri ráðlagt að byrja á hágæða fjölvítamín- og steinefnablöndu. Í erilsömu lífi situr oft mataræðið á hakanum, og okkur skortir mikilvæg næringarefni. Fyrir okkur sem eru virk og stundum æfingar til heilsubótar, getur verið mikilvægt að nota prótein. Mysuprótein duft væri góður valkostur.

Hvaða fæðubótarefni ætti ég að forðast þegar ég nota Energize?
Eins og þú munt uppgötva strax, þá þarftu enga viðbótarorku þegar þú hefur notað Energize. Við mælum með því að þú forðist neyslu á öðrum koffínbættum vörum, drykkjum og fæðubótarefnum. Þú munt hvort sem er ekki hafa löngun í meira koffín eftir að þú hefur fengið þér Energize.

Er Energize öruggt?
Já. Það inniheldur ekkert efedrín, svo það kemur ekki með þeirri áhættu sem fylgir þess konar örvandi efnum. Ef þú hefur ekki náð 18 ára aldri, ert með háan blóðþrýsting, með hjartakvilla, eða einhverja sjúkdóma, þá ættir þú að ráðfæra þig við lækni áður en þú hefur neyslu á fæðubótarefnum þ.m.t. Energize.

Verð ég taugaspenntur eða órólegur þegar ég nota Energize?

Það æðislega við Energize er að varan er með einkaleyfisbundna flutningstækni sem gerir það að verkum að innihaldsefnin virka samstundis og í lengri tíma, í allt að átta klukkustundir. Í Energize rannsókn, þar sem fólk tók ráðlagðan skammt af Energize (eins og stendur á umbúðum), þá upplifði fólk engar aukaverkanir (eins og of háan blóðþrýsting, óreglulegan hjartslátt, óróleika, taugaspennu ofl). Samt er ráðlagt að leita ráða sérfræðings áður en neysla hefst á fæðubótarefnum. Vinsamlega lestu líka leiðbeiningarnar á vörunni vel áður en þú hefur notkun.

Eru einhverjir aðrir kostir við að nota Energize?
Já. Aðrir kostir við að nota einkaleyfisbundna innihaldið í Energize eru bætt líðan, aukið minni og smá þyngdartap.

Má ég nota Energize með lyfsseðilskyldum lyfjum?

Áður en neysla á fæðubótarefnum hefst, ef þú ert á lyfseðilsskyldum lyfjum, er ávallt best að ráðfæra sig við lækni fyrst.

Varúð!
Ekki nota fæðubótarefni ef þú hefur ekki náð 18 ára aldri. Einstaklingar sem eru næmir fyrir koffíni ættu að byrja á hálfum ráðlögðum skammti og takmarka neyslu annarra vara sem innihalda koffín. Ráðfærðu þig við lækni ef þú ert á lyfsseðilskyldum lyfjum, með háan blóðþrýsting, átt við heilsufarsvandamál að stríða, með skjaldkirtilsvandamál eða taugaveiklun. Ekki nota vöruna ef þú ert barnshafandi, með barn á brjósti eða hefur í hyggju að verða ólétt. Ekki nota innan 4 klst. fyrir svefn. Geymið þar sem börn ná ekki til né sjá.

Álit viðskiptavina

„Ég á tvö börn sem eru frábær og það krefst mikillar orku að halda í við þau. Stöðugt kapphlaup að gefa þeim að borða og skipta um bleyjur… þegar eiginmaðurinn kemur heim þá er ég oftast of uppgefin til að njóta kvöldsins með honum. Þá var ég vön að teygja mig í kaffibolla sem gagnaðist afar lítið þar sem ég varð orkuminni en áður stuttu eftir að ég fékk mér bolla. Eftir að ég byrjaði að nota Energize er ég full af orku og nýt dagsins… allan daginn. Hef orku í börnin og eiginmanninn á kvöldin.“

„Ég var orðin leið á því að vakna þreytt og uppgefin á morgnana. Oftast var ég dauðuppgefin um þrjú leitið og leitaði þá eftir lausn í kaffibolla eða orkudrykk sem gjarnan gerðu mig enn þreytari stuttu síðar. Ég vildi fá meira úr lífinu… hafði ekki úthald í neitt á kvöldin. Þess vegna nota ég Energize… til að fá orku og einbeitingu sem endist allan daginn. Nú loksins líður mér sem ég geti stóraukið afköst mín!“.

„Starfið mitt krefst þess að ég hugsi skýrt og sé tilbúin að takast á við krefjandi verkefni á öllum stundum. Þar sem ég vinn stundum á nóttunni þá er mikil óregla á mataræðinu mínu, notast alltof mikið við skyndibitann og var háður kaffi og orkudrykkjum. Þetta er mjög slæmur vítahringur þar sem orkustigið fer bara versnandi. Þess vegna er ég mjög þakklátur fyrir að hafa uppgötvað Energize sem gefur mér einmitt réttu orkuna ásamt því að halda mér mjög einbeittum. Það sem best er við Energize er að varan virkar í margar klukkustundir.“

„Ég borða rétt, æfi reglulega og næ sjö klukkustunda svefni. Ég er að gera nánast allt rétt en stundum verð ég samt orkulaus, sérstaklega um helgar. Energize töflurnar gera mér kleift að njóta mín til fulls um helgar með því að færa mér mjög þæginlega og langvarandi orku.“

Næringarupplýsingar

Supplement Facts Per Serving (2 Tablets)
Thaimine 2.6 mg
Vitamin B6 12.5 mg
Folate 400 mcg
Vitamine B12 100 mcg
Magnesium 75 mg
Proprietary Energize Formula 924 mg

vörumerki

iSatori

Einn skammtur (2 töflur) endist allan daginn

Notkun

Þyngd 170 g