Kristbjörg Jónasdóttir

– Einkaþjálfari

Ég rek mitt eigið fyrirtæki, þjálfun í gegnum netið sem heitir
Stronger by Kris J.
Ég legg mikið upp úr því fyrir mig sjálfa og mína kúnna að lifa
hollum og heilsusamlegum lífsstíl. Bæði með hreyfingu og að borða
hollan og næringarríkan mat.
Oft fáum við leið á matnum og getur þá verið gott að geta
bragðbætt hann með allskonar mismunandi bragðtegundum t.d. með
prótein dufti út í boostið. Fæðubótarefni geta líka hjálpað
okkur að ná markmiðum okkar og þá er gott að geta gripið svona
viðbót.

Ástæðan fyrir því að ég vel að versla við Bætiefnabúlluna er
að þjónustan þar er 100%! Það er alltaf tekið vel á móti manni,
með mikilli þjónustulund og gleði sem mér persónulega finnst
skipta miklu máli. Til að toppa það allt þá eru þau með
hágæðavörur á frábæru verði, ég er meira að segja nokkuð viss
um að það sé besta verðið í bænum.

  • Instagram: krisjfitness  / strongerbykrisj
  • Facebook: krisjfitness  /  strongerbykrisj
  • Snapchat: krisjfitness

Þær vörur sem ég nota mest og get mælt með:

ULTRA LOSS – eru mínar allra uppáhalds vörur og sérstaklega í
boost, í hollustu ísinn eða jafnvel bara á hafragrautinn. Það er
eitthvað við bragðið sem gerir gjörsamlega allt gott!
Það er stútfullt af vítamínum og mér finnst það láta mig vera
sadda í lengri tíma.

L-CARNITINE freyðitöflur: Ég drekk mikið vatn yfir daginn og þó
flest öllum finnist vatn yfir höfuð gott þá getur það líka
verið þreytandi og þá er algjör snilld að geta bragðbætt vatnið
með freyðitöflunum.

ISO WHEY ZERO próteinið: Ég á þetta prótein í allskonar
bragðtegundum og finnst gott að fá mér það eitt og sér eða út
á grautinn. Það sem heillaði mig við þetta prótein er að það
inniheldur ekki laktósa, sykur né glúten. Ég hef verið gjörn á
að fá í magann af sumum prótein duftum en þetta svínvirkar fyrir
mig.

CLA: Er nauðsynlegt í mína rútinu og eitthvað sem ég sleppi
aldrei.

ATKINS stykkin: Mér finnst gott að geta gripið í eitthvað svona sem
er hollara en hefðbundni bland í pokinn. Gott að baka úr þessu,
geta hent á grautinn eða á ísinn.

Samfélagsmiðlar